Færsluflokkur: Bloggar

Stærðfræði

Í stærðfræði áttum við að gera súlurit og línurit í um hvað margir fóru í hvalaskoðun, fjölda hvalveiðiskipa og fjölda veiddra hvala út frá upplýsingum úr stærðfræðibókinni "Geisla". Við áttum að vinna í excel og færa síðan yfir í Word og síðan svara spurningum neðst. Ég lærði að nota excel og færa línurit og súlurit frá excel á Word.

 Núna getið þið skoðað verkefnið mitt :)


Grænland

Nú vorum við í 6. bekk að gera verkefni í Publisher newsletter. Við áttum að velja eitt Norðurlandanna og ég valdi mér Grænland. Ég fann upplýsingar í Norðurlönd(lestrarbók) og inná vefnum Löndheimsins. Ég vann verkefnið með því að skrifa upplýsingar og skrifa þær á uppkastablað og síðan skrifa í tölvu og ég fann myndir inná google.com. Það sem ég lærði í þessu verkefni var t.d hitt og þetta um Grænlansjökul, veiðiaðferðir Grænlendinga og hvernig á að vinna með Publisher og margt fleira. Mér fannst þetta mjög, mjög skemmtilegt.

Hérna getur þú skoðað blaðið mitt Tounge 


Glærur um Svíþjóð

Í skólanum þá áttum við að gera glærur um eitt Norðurlandanna í landafræði. Ég valdi Svíþjóð vegna þess að frændfólk mitt býr þar og landið er svo fallegt og ég vildi læra meira um það. Ég lærði margt um Svíþjóð t.d. hvað þrjú stærstu vötnin heita, að Svíþjóð framleiðir Volvo og Scania og kvað konungurinn þeirra heitir og fleira. Ég vann að glærunum með því að finna upplýsingar í Norðurlönd kennslubók og á vefnum Lönd heimsins. Mér fannst ótrúlega skemmtilegt að gera glærurnar og að finna myndir frá Svíþjóð. Núna getur þú skoðað glærurnar mínarLoL


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband