14.2.2013 | 20:26
Holl heilsa
Við í 6. bekk áttum að búa til heilsutímarit í heimanámi. Við fengum leiðbeiningar og hugmyndir að verkefnum. Við áttum að vinna í tímaritinu í að minnsta kosti 5 klst. á viku og skrifa skýrslu í lok hverrar viku. Tímaritið mátti vera handskrifað, í word eða publisher og ég valdi publisher. Ég byrjaði á því að gera uppkast að greinum og síðan skrifaði ég í tölvu. Ég fann flestar upplýsingarnar inni á Vísindavefnum en nokkrar inni á lydheilsustod.is og ég fann myndir inni á google.is. Ég tók líka viðtal við Sverre Jakobsson handboltamann og bjó til heilsupróf. Ég bjó líka til leik sem er sambland af víti og hollíhú. Ég tók myndir af frændum mínum í leiknum og setti í blaðið. Einnig setti ég inn hugmynd að hollustunesti. Ég prentaði verkefnið út og ég fékk að setja það í gorma hjá Þórunni Ástu vinkonu minni. Síðan vistaði ég það sem PDF skjal og setti það á box og síðan hingað. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni.
Hér getið þið skoðað verkefnið mitt
Athugasemdir
Vá hvað þetta er flott Hildur María :)
Þórunn Ásta Árnadóttir, 17.2.2013 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.