Hekla

Í náttúrufræði fengu allir eitt eldfjall sem þeir áttu síðan að gera glæru um. Ég fékk Heklu. Við fengum hefti um eldfjallið og blað með fullt að litlum kössum sem við áttum að nota sem uppkast. Allar upplýsingar fengum við frá heftinu. Þegar við höfðum lokið við uppkastið létum við kennarann fara yfir og síðan áttum við að hreinskrifa í tölvum.  Við byrjuðum á því að opna Power Point og skrifa upp textann. Síðan áttum við að hanna útlit á glæruna. Við þurftum að hanna útlitið sjálf. Við fárum í hönnun og völdum bakrunnstílar og svo sníða bakgrunn og því næst stigufilling. Síðan völdum við lit og næst Apply to all. Síðan fundum við myndir sem átti við textann á kverri glæru. Ég fann myndir inn á google.is. Síðan gerðum við textabox undir nokkrar myndir. Þá völdum við setja inn og þá næst form og völdum ramma og síðan völdum við textabox og settum ofan á rammann og þá gat maður skrifað inn í hann. Síðan gat maður valið lit á textaboxið og skugga o.fl. Það sem ég lærði var að hanna glærurnar sjálf og vinna aðeins betur með textaboxin og að Hekla telst vera eldkeila þó hún sé hrygglaga og að hún hefur gosið 23 sinnum og margt fleira. Mér fannst vinnan ganga mjög vel og mér fannst þetta einnig mjög skemmtilegt verkefni.

Hér getur þú séð verkefnið mitt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband