11.10.2013 | 10:43
Tyrkjaránið
Í samfélagsfræði áttum við að skrifa um Tyrkjaránið. Ég fann allar þær upplýsingar sem ég þurfti inni á arifrodi.is. Ég skrifaði fjórar fréttir um ránið í Word. Ég vistaði textann inn á box og setti síðan í Glogster. Glogster er forrit þar sem þú getur búið til plaköt. Þar er hægt að setja inn litlar myndir sem hreyfast, textablöðrur, video og breyta um bakgrunn og margt fleira. Ég hafði plakatið mitt í gömlum stíl og í dekkri kantinum. Ég setti inn textabox að eigin vali og afritaði textann af box og færði hann yfir í Glogster. Síðan skreytti ég plakatið mitt með litlum myndum og skríðandi pöddum. Síðan færði ég það yfir hingað. Ég lærði margt af þessu t.d að nota Glogster og að vinna með texta inni á box, að fólkið í Vestmannaeyjum flúði upp í Fiskhella, að Tyrkjaránið gerðist á mánudegi 16. júlí árið 1627 og margt fleira. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni og mjög flott. Ég vona að ykkur finnist það jafn flott og mér.
Hér getið þið skoðað plakatið mitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.