Tölfræði

Í stærðfræði áttum við að búa til tölfræðiverkefni inná excel og svo setja það inná glogster. Ég byrjaði á því að velja mér umfjöllunarefni inná hagstofa.is. Ég skoðaði allskonar tölur og töflur en að lokum ákvað ég að fjalla um úrgang, giftingar samkynhneigðra og fjölda prófdaga. Þegar ég hafði valið mér umfjöllunarefnið færði ég upplýsingarnar inná excel og bjó til myndrit með upplýsingunum. Síðan skrifaði ég um myndritin og hvað þau sýna okkur í word. Því næst fann ég meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi.Ég náði í myndritin og setti þau inná wordskjalið. Síðan vistaði ég skjalið inná box og byrjaði að glogga. Ég fann flottan stærðfræðibakgrunn og stærðfræðileg textabox og færði svo textann af box inná glogster. Síðan færði ég myndritin inná glogster og lét þau fylgja textanum. Einnig valdi ég litlar stærðfræðilegar myndir og dreifði þeim um allt plakatið. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og fræðandi og ég lærði margt og mikið af því. T.d lærði ég betur á excel, að prófdögum fækkaði á einu áru og að fleiri samkynhneigðir karlmenn gifta sig en samkynhneigðir kvenmenn. Mér finnst verkefnið mitt flott og vonandi finnst ykkur það líka.

Hér getur þú skoðað verkefnið mitt Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband