Lífið í móanum

Í náttúrufræði vorum við að læra um lífið í móunum. Við áttum að gera myndband um lífið í móanum í Move Maker. Ég byrjaði á því að finna myndir af blómum, fuglum, þúfum o.fl og gerði svo texta um myndirnar. Því næst raðaði ég myndunum í rétta röð inná Move Maker og setti því næst textann inná þær. Síðan lagaði ég og breytti, fann nýjar myndir og bætti við. Síðan fann ég tónlist. Ég fór inná youtube og fann lagið sem ég vildi hafa og niðurhlóð því og setti inn á myndbandið. Því næst lagði ég loka hönd á myndbandið og vistaði það sem tilbúið myndband. Síðan upphlóð ég því inn á youtube og færði það svo hingað. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég lærði margt t.d. að spóar eru á Íslandi í þrjá mánuði, krónublöð holtasóleyjar nefnast rjúpnalauf og að þúfur verða til í frosti. 

Hér getur þú séð myndbandið mittGrin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband