9.2.2014 | 19:06
Staðreyndir um Evrópu
Í samfélagsfræði erum við að læra um Evrópu. Okkur var gefið blað með 24 staðreyndar spurningum um Evrópu. Við áttum að finna svörin við 15-24 að þessum spurningum. Ég fann svörin við þeim öllum. Ég byrjaði á því að leita að svörunum í bókinni Evrópa og kortabókum. Það vantaði bara örlitlar upplýsingar í viðbót eftir að ég hafði leitað í bókunum. Ég skrifaði númer allra spurninganna og svörin á uppkastablað og svo yfir í tölvu. ég fann myndir við hverja staðreynd inná google og gerði litla skíringar ramma fyrir orð sem ekki allir gætu vitað eins og skipgeng, strjálbýlt, fjallgarður o.fl. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni í byrjun en síðan var það frekar leiðinlegt því að ég þurfti að vera í 4 klukkutíma á föstudegi og 1 og 1/2 klukkutíma eftir skóla á mánudegi að klára það. Ég lærði margt af þessu verkefni s.s. að Holland er láglentasta land í Evrópu, Úkraína er annað stærsta land Evrópu, Malta er þéttbýlast og margt fleira. Mér finnst verkefnið mitt mjög flott og vonandi finnst þér það líka
Hér getur þú lesið staðreyndirnar mínar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.