9.4.2014 | 13:18
Bókagagnrýni
Í lestri í skólanum höfum við verið að lesa bók eftir evrópskan höfund. Ég valdi að lesa Lólu Rós eftir Jaqueline Wilson. Þegar við höfðum lokið við bókina áttum við að skrifa bókagagnrýni og teikna myndir sem pössuðu við bókina, því síðan áttum við að fara í upptökur.
Við fórum í upptökurnar í Myndveri grunnskólanna og þar var maður sem sér um þetta og heitir Marteinn. Hann er mikill grínisti og var alltaf að djóka í okkur, og mér fannst hann persónulega mjög fyndinn. En við krakkarnir áttum að sjá um allt. Við tókum upp, sáum um hljóð, hvenær myndirnar birtast o.s.f.
Mér fannst mér bara hafa gengið mjög vel og var bara ánægð með frammistöðu mína og bekksins í heild. Mér fannst þetta mjög, mjög skemmtilegt og bókagagnrýnin mín flott og vonandi líkar ykkur hún líka.
Hér getur þú/þið lesið bókagagnrýnina mína
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.