Náttúrufræði

Í náttúrufræði vorum við að læra um plöntur. Ég átti að finna 2-3 plöntur og greina þær. Ég greindi þær með því að finna upplýsingarnar í bók sem heitir Íslensk Flóra eftir Ágúst H. Bjarnason. Ég átti að fara út og finna plöntu sem við vildum greina. Ég náði að greina þrjár plöntur. Fyrst greindi ég Augnfró síðan Hvítsmára og svo Gullmuru. Við áttum að skrifa um plönturnar í samfeldu máli og svo pressa, teikna eða föndra plöntuna. Ég pressaði Augnfró og Hvítsmára en teiknaði Gullmuru því ég fann bara eina Gullmuru. Ég lærði helling af þessu eins t.d að Hvítsmári, Augnfró og Gullmura hafa öll stólparót, að augnfró getur orðið 30 cm að hæð, að króna Hvítsmára er lausblaða og að Gullmura er algeng um land allt. Mér fannst þetta bæði skemmtileg og fræðandi. Verkefnin voru handskrifuð svo ég get ekki sett þau inn en hér eru myndir af plöntunum Grin

Benjamín dúfa

Í íslensku áttum við að gera bókagagnrýni um Benjamín dúfu og búa til Photostory myndband um það. Ég byrjaði á því að gera uppkast og síðan fór Auður yfir. Því næst fann ég myndir sem pössuðu við textann. Síðan opnaði ég Photostory og setti allar myndirnar inn á. Næst ákvað ég hvernig myndirnar birtust og hvort það myndi "súmast" inn eða út. Því næst las ég textann inn á myndirnar. Þegar ég var búin að því vistaði ég það inná svæðið mitt og setti það inn á youtube.com og þaðan hingað.

Hér getur þú horft á myndbandið mitt Kissing


English

In English we had to do a writing project I chose to write a poem. I started to look at some pictures to get an idea. First I had nothing in mind so I looked at the picktures again. I saw i picture of somone stuck in a bottle so I decided to have a man that fell in a hole. Then I saw a picture of a man and a women in love so I decided to let the men find his love. The next picture I saw was of a glass shoe and a moon so I thought of heaven. Then I started to write my poem on a paper. Afterwards I wrote the poem on the computer. Then I saved it and Auður read the poem and corrected some mistakes. Then I saved it as PDF document and put it on box.com and here it is. I thought this poem is beautiful an I had fun writing it. 

Now you can read my poem Halo 


Siðir gyðinga

Í trúarbragðafræði vorum við að læra um gyðingdóm. Við áttum að gera verkefni um siði gyðinga. Ég byrjaði á því að opna word skjal og skrifa efst fyrirsögn. Því næst fór ég inná nams.is og í námsefni, síðan í trúarbragðafræði ýtti á vefir og á trúabragðavefin, valdi gyðinga og ýtti á siði. Síðan skrifaði ég um einn sið í einu. En fyrst las ég alla siðina. Áður en ég byrjaði að skrifa um fyrsta siðinn las ég hann yfir og skrifaði í word skjalið í mínum orðum . Þannig hélt ég áfram þar til ég hafði lokið við sex siði, þá fór ég að finna myndir. Ég fann myndir inná google.is. Þegar ég hafði lokið við verkefnið vistaði ég það sem PDF skjal og síðan inná box og því næst færði ég það yfir hingað. Mér fannst ég hafa lært ýmislegt um siði gyðinga t.d. að þegar þeir gifta sig stígur maðurinn á glas, þegar það er fundið nafn á stráka eru þeir umskornir, gyðingar meiga ekki borða skelfisk og svínakjöt og margt fleira og  að siðir þeirra hafa ekkert breist í mjög langan tíma. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni.

Hér getur þú lesið verkefnið mitt W00t

 


Ritun 2

Í íslensku höfum við verið í ritun. Við áttum að gera 2 eða fleiri ritunarverk. Fyrsta verkefnið átti að vera frásögn en hin verkefnin voru frjáls. Við máttum sem sagt skrifa um það sem við vildum. Ég ákvað að skrifa spennusögu því ég hef gaman af spennu og hrollvekja. Ég byrjaði á því að gera uppkast og lét Auði alltaf fara yfir öðru hvoru. Þegar ég var búin að skrifa u.þ.b. helminginn af uppkastinu byrjaði ég að skrifa í tölvu. Að því loknu hélt ég áfram að skrifa uppkastið og síðan kláraði ég allt í tölvu. Því næst fór ég yfir og síðan Auður. Ég teiknaði forsíðuna á grænt blað en gerði baksíðuna í tölvu. Síðan setti ég öll blöðin saman, Auður heftaði og límdi á kjölinn og þá var sagan tilbúin. Það sem mér fannst heppnast best var lokakaflinn. Mér fannst þetta mjög flott saga.

Hér getur þú lesið söguna mína Joyful


Ritun

Í íslensku höfum við verið í ritun. Við áttum að gera 2 eða fleiri ritunarverk. Fyrsta ritunarverkið sem við áttum að gera átti að vera frásögn um t.d. ferð sem við fórum í eða afmælið okkar eða annað. Ég valdi að skrifa um ferðina sem ég fór í með frændum mínum og pabba til London. Ég byrjaði á því að skrifa uppkast og lét síðan kennarann minn Auði fara yfir. Síðan skrifaði ég í tölvu. Því næst fór ég yfir og síðan aftur Auður. Síðan valdi ég litað A4 karton til að hafa sem forsíðu og baksíðu. Ég valdi blátt karton. Ég teiknaði forsíðuna en gerði baksíðuna í tölvu og prentaði síðan út á blátt karton. Síðan prentaði ég út frásögnina og Auður heftaði blöðin saman og límdi á endann yfir heftin og þá var frásögnin tilbúin. Það sem mér fannst heppnast best var þegar ég lýsti vaxmyndasafninu. Mér fannst þetta alveg ágætt verkefni.

Hér getur þú lesið frásögnina mína Cool 


Hekla

Í náttúrufræði fengu allir eitt eldfjall sem þeir áttu síðan að gera glæru um. Ég fékk Heklu. Við fengum hefti um eldfjallið og blað með fullt að litlum kössum sem við áttum að nota sem uppkast. Allar upplýsingar fengum við frá heftinu. Þegar við höfðum lokið við uppkastið létum við kennarann fara yfir og síðan áttum við að hreinskrifa í tölvum.  Við byrjuðum á því að opna Power Point og skrifa upp textann. Síðan áttum við að hanna útlit á glæruna. Við þurftum að hanna útlitið sjálf. Við fárum í hönnun og völdum bakrunnstílar og svo sníða bakgrunn og því næst stigufilling. Síðan völdum við lit og næst Apply to all. Síðan fundum við myndir sem átti við textann á kverri glæru. Ég fann myndir inn á google.is. Síðan gerðum við textabox undir nokkrar myndir. Þá völdum við setja inn og þá næst form og völdum ramma og síðan völdum við textabox og settum ofan á rammann og þá gat maður skrifað inn í hann. Síðan gat maður valið lit á textaboxið og skugga o.fl. Það sem ég lærði var að hanna glærurnar sjálf og vinna aðeins betur með textaboxin og að Hekla telst vera eldkeila þó hún sé hrygglaga og að hún hefur gosið 23 sinnum og margt fleira. Mér fannst vinnan ganga mjög vel og mér fannst þetta einnig mjög skemmtilegt verkefni.

Hér getur þú séð verkefnið mitt Wink


Holl heilsa

Við í 6. bekk áttum að búa til heilsutímarit í heimanámi. Við fengum leiðbeiningar og hugmyndir að verkefnum. Við áttum að vinna í tímaritinu í að minnsta kosti 5 klst. á viku og skrifa skýrslu í lok hverrar viku. Tímaritið mátti vera handskrifað, í word eða publisher og ég valdi publisher. Ég byrjaði á því að gera uppkast að greinum og síðan skrifaði ég í tölvu. Ég fann flestar upplýsingarnar inni á Vísindavefnum en nokkrar inni á lydheilsustod.is og ég fann myndir inni á google.is. Ég tók líka viðtal við Sverre Jakobsson handboltamann og bjó til heilsupróf. Ég bjó líka til leik sem er sambland af víti og hollíhú. Ég tók myndir af frændum mínum í leiknum og setti í blaðið. Einnig setti ég inn hugmynd að hollustunesti. Ég prentaði verkefnið út og ég fékk að setja það í gorma hjá Þórunni Ástu vinkonu minni. Síðan vistaði ég það sem PDF skjal og setti það á box og síðan hingað. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni.

Hér getið þið skoðað verkefnið mitt LoL


Göngum til góðs

Í trúarbragðafræði höfum við verið að læra um stríð og barnasáttmálan og hvað börn og fólk í öðrum löndum eiga bágt. Ég gerði verkefni um 7 lönd sem hafa það ekki eins gott og við. Ég skrifaði upplýsingarnar um löndin í word og fann síðan myndir við hvert og eitt land. Ég fann upplýsingaranar inná gongumtilgods.is og myndirnar á google.com. Síðan vistaði ég verkefnið sem PDF skjal. Því næst vistaði ég verkefnið inná box og færði það þaðan hingað á bloggið. Mér fannst þetta skemmtilegt og fræðandi verkefni.

Hér getur þú skoðað verkefnið mitt Grin


Myndband um búrhvali

Í náttúrufræði höfum við verið að læra um hvali. Við áttum að velja einn hval af þeim hvölum sem við höfum verið að læra um og búa til myndband um hann í Photo story. Það sem ég lærði var t.d. að gera myndband í Photo story, setja myndband inná Youtube og hitt og þetta um búrhvali. Mér fannst mjög gaman að vinna þetta verkefni og það gekk bara vel.

Hér getið þið skoðað vídeóið mitt Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband