Spánn og Króatía

Í samfélagsfræði höfum við verið að læra um Suður-Evrópu. Við áttum að gera verkefni um 2 helstu löndin og útfæra það eins og við vildum. Ég valdi að fjalla um Spán og Króatíu. Ég ákvað að vinna verkefni um Spán í Moviemaker og skrifa um menningu, frægar byggingar og ræktun. Fyrst skrifaði ég texta í pörtum í Moviemaker og svo fann ég myndir sem pössuðu við textann. Því næst setti ég myndirnar í Moviemaker og raðaði þeim í rétta röð og setti svo textann á þær. Síðan fann ég tónlist við og vistaði sem tilbúið myndband og þá var það tilbúið. Hitt landið sem ég valdi var Króatía. Ég ákvað að gera það í Glogster og skrifa um menninguna, ræktun og frægt fólk fyrri tíma. Fyrst, eins og með Spán, gerði ég textann í word í pörtum, fann mynd til að hafa í bakgrunni og setti svo textann inn á plakatið, ýmist í talblöðru, textaramma eða bara beint á bakgrunninn. Síðan fann ég bara nokkrar myndir við og vistaði sem tilbúið plakat og þá, eins og áður, var það komið. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og ég lærði margt af því, s.s. að höfuðborg Króatíu er Zagreb, Ronda er sögð vera rómantískasta borg Spánar af einherjum ástæðum sem ég veit ekki, flamengó á sér um 500 ára sögu og að ostar frá eyjunni Pag í Króatívu eru mjög vinsælir til matar. Mér finnst verkefnin mín mjög flott og ég vandaði mig við að gera þau og vonandi finnst þér/ykkur þau jafn flott, skemmtileg og fræðandi og mér.

Hér getur þú skoðað og séð verkefnin mín Wink

Króatía 

 

 
 
Spánn
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband