Hraðfréttir

Eins og stendur í blogginu hér fyrir neðan áttum við að gera hópverkefni í samfélagsfræði um Tyrkjaránið. Við áttum að gera eina sjónvarpsfrétt, eina útvarpsfrétt og eina hraðfrétt. Ég var með Davíð og Hrefnu í hóp. Við byrjuðum á útvarpsfréttinni og sjónvarpsfréttinni og þegar þeim var lokið snerum við okkur að hraðfréttinni. Við ákváðum að hafa hraðfréttina um þrælatorgið í Alsír, ránið í Grindavík og af hverju Jaspar, faðir Önnu, fór þó hann hefði getað verið hjá henni. Við skiptum á milli okkar hlutverkum og var ég Hildur fréttakonan og Anna Jasparsdóttir, Hrefna viðtalskonan og Davíð ræningi og Ishamet, maður Önnu. Þegar handritsskrifum var lokið lærðum við textana okkar og tókum upp. Við tókum upp atriðin með mér heima hjá ömmu minni og afa en restina af atriðunum á Árbæjarsafninu. Það er yfirleitt ekki opið á veturna en þó er boðið upp á leiðsögn einu sinni á dag. Við mættum á þeim tíma og starfsmaður Árbæjarsafnsins leyfði okkur að fara frítt inn og taka upp. Mér finnst Sara Lind eiga skilið mikið hrós því hún bjargaði okkur alveg í einu atriðinu og lék lítið barn þar sem litla systir mín neitaði að leika með okkur þótt við hefðum rætt þetta við hana áður og þá hafði hún sagt já. En Þegar öllum upptökum var lokið bjuggum við líka til intro við hraðfréttina, en því næst klipptum við myndböndin saman inni á moviemaker og vistuðum sem tilbúna mynd og settum inn á youtube og þaðan hingað. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég lærði margt, t.d. það að Anna giftist manni að nafni Ishamet, faðir Önnu talaði bara dönsku og að nota moviemaker.

Hér getið þið horft á hraðfréttina okkar Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband